Umsýslusjóðir hjá FL

Framleiðnisjóður landbúnaðarins veitir fjórum sjóðum umsýslu. Þeir eru þróunarsjóður garðyrkjunnar, þróunarsjóður nautgriparæktarinnar, þróunarsjóður sauðfjárræktarinnar og Markaðssjóður sauðfjárafurða. Tvisvar á ári er auglýst eftir umsóknum í þessa sjóði, 1. apríl og 1. október. Nýverið fengu umsækjendur svör við umsóknum sínum en talsverð eftirspurn er í sjóðina, mismikið þó eftir sjóðum sem hafa líka mismikið fjármagn úr að spila. Næst verður auglýst eftir umsóknum í þessa sjóði í haust með umsóknarfrest 1. október 2020