Þróunarfé garðyrkju, nautgripa og sauðfjár ásamt Markaðssjóði sauðfjárafurða – 1. október

Framleiðnisjóður landbúnaðarins veitir þessum fjórum sjóðum umsýslu.
Tvisvar á ári er auglýst eftir umsóknum og nú er komið að seinni umsóknarfresti ársins 2020 sem er 1. október. Nánari upplýsingar um styrkhæfi verkefna og umsóknareyðublöð má finna undir flipanum „ÞRÓUNARFÉ“ og „MARKAÐSSJÓÐUR“ hér fyrir ofan. Umsóknum skal skilað rafrænt í síðasta lagi 1. október (sendingartími gildir) á netfangið fl@fl.is. Auk þess skal senda umsóknirnar útprentaðar og undirritaðar með hefðbundnum pósti. Ef eitthvað vefst fyrir umsækjendum, ekki hika við að hafa samband við Sigríði í síma 430-4300 eða um netfangið sigridur@fl.is.