Styrkveitingar FL

Framleiðnisjóður landbúnaðarins veitir styrki til þriggja mismunandi flokka. Fyrir árið í ár, 2020, hafa umsóknarfrestir runnið út og úthlutunum er lokið. Eins og venjulega er eftirspurnin umfram áætlaðar fjárveitingar þannig að færri fá en vilja. Verkefnin er spennandi og áhugaverð í alla staði, mismunandi að umfagni og mikill fjölbreytileiki meðal þeirra.

A-úthlutanir svo kallaðar er ætlað er að styrkja rannsókna- og þróunarverkefni hvers konar. Umsóknarfrestur í þann pott rann út í desember árið 2019 fyrir verkefni ársins 2020 og í febrúarlok/marsbyrjun í ár höfðu allir umsækjendur fengið svör við umsókn sinni. Alls hlutu 29 verkefni styrkloforð að heildarupphæð 68,5 m.kr.

C-úthlutanir varða náms- og fræðslustyrki og var umsóknarfrestur til þeirra mála í janúar og umsækjendur þar fengu svör við sínum umsóknum í byrjun marsmánaðar. Að þessu sinni var styrkur bundinn við nemendur sem voru í síðari hluta mastersnáms sín og fengu 6 nemendur slíkan styrk, 1 m.kr. hver.

B-útlutanir eru fyrir atvinnu- og nýsköpun á lögbýlum og rann umsóknarfrestur þar út í febrúar og umsækjendur höfðu fengið svar við umsóknunum í lok mars. Þar hlotnaðist 25 verkefnum styrkloforð að heildarupphæð 69,7 m.kr.