Styrkir til rannsókna- og þróunarverkefna 2020 (A-mál)

Umsóknarfrestur vegna verkefna árið 2020 er föstudagurinn 13.des. nk.  Forgangs njóta þau verkefni sem fela í sér verulega nýbreytni og sem líkleg eru til að leiða af sér þekkingu, tækni eða aðrar afurðir sem hægt er að hagnýta í náinni framtíð í íslenskum landbúnaði.
Framleiðnisjóður landbúnaðarins er leiðandi stuðningsaðili við þróunar- og nýsköpunarstarf landbúnaðarins og kallar eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði hagnýtra rannsókna, þróunar og hvers konar þekkingarsköpunar í landbúnaði.
Umsóknum skal skilað á sérstöku umsóknareyðublaði sem er að finna hér á heimasíðunni (flipinn „EYÐUBLÖГ og þar „A-form“).  Mikilvægt er að gera grein fyrir öllum efnisatriðum sem farið er fram á í umsóknarforminu.  Umsóknum skal skilað á rafrænu formi á netfangið fl@fl.is OG með hefðbundnum pósti til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Hvanneyrargötu 3, 311 Borgarnes.
Nánair upplýsingar veitir Sigríður hjá Framleiðnisjóði landbúnaðarins í síma 430-4300 eða um netfangið sigridur@fl.is