Styrkir til mastersnema í landbúnaðarvísindum 2020

Um er að ræða styrki til háskólanema í landbúnaðarvísindum sem komnir eru í seinni hluta mastersnáms.  Veittir verða að hámarki 6 styrkir, allt að upphæð ein milljón króna hver.
Forgangs njóta þeir umsækjendur sem sýna fram á í umsókn sinni að námið sé líklegt til að stuðla að eflingu landbúnaðar í náinni framtíð.  Einnig er horft til þess hversu vel verkefnið fellur að verksviði sjóðsins.  Í því samhengi er horft bæði til vals námslínu sem og efnisvals lokaverkefna.  Þá er horft til gæða umsóknar í heild sinni.  Jafnframt mun stjórn sjóðsins leitast við að styrkirnir dreifist á sem flest svið landbúnaðar við forgangsröðunina, að því gefnu að umsóknir uppfylli áður nefnd skilyrði.
 
Umsóknum skal skilað á sérstöku eyðublaði (flipinn „EYÐUBLÖГ og „umsókn um námsstyrki í landbúnaðarvísindum“).  Mikilvægt er að vanda til gerðar umsókna og gera grein fyrir öllum efnisatriðum sem farið er fram á í umsóknarforminu.  Stjórn sjóðsins áskilur sér rétt til að leita til utanaðkomandi fagaðila og/eða umsagnaraðila við mat umsókna.
Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2020.  Umsóknum skal skilað á rafrænu formi á netfangið fl@fl.is OG með hefðbundnum pósti til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Hvanneyrargötu 3, 311 Borgarnes.
Nánari upplýsingar eru veittar hjá Framleiðnisjóði landbúnaðarins í síma 430-4300, um netfangið sigridur@fl.is og hér á heimasíðunni.