Sauðfjárbændur athugið !

Opið er fyrir umsóknir þeirra sem hafa hug á að fækka fé skv. aðlögunarsamningi í sauðfjárrækt (reglugerð um 2. breytingu á reglugerð 1253/2019, VII.kafli). Þeir sem njóta opinberra greiðslna vegna sauðfjárræktar geta sótt um hafi þeir áform um að fara út í aðra starfsemi og ætli að fækka ásettu fé um 100 kindur eða meira. Fjöldi samninga er takmarkaður, en komi til umframeftirspurnar njóta umsækjendur sem hyggjast fara út í verkefni tengd sauðfjárafurðum forgangs, ásamt þeim framleiðendum sem hyggjast hætta sauðfjárbúskap alfarið.

Framleiðnisjóður landbúnaðarins, FL, tekur við umsóknum, forgangsraðar sé þess þörf og sér um samningagerð við framleiðendur. Sækja skal um á þar til gerðu eyðublaði sem má nálgast á vefsvæði sjóðsins, www.fl.is, undir flipanum „AÐLÖGUNARSAMNINGAR Í SAUÐFJÁRRÆKT.“

Umsóknarfrestur er til og með 15. júní n.k.

Umsóknum skal skilað til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Hvanneyrargötu 3, 311 Borgarnes, bæði á rafrænu formi á netfangið fl@fl.is OG með hefðbundnum pósti. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri FL, Sigríður Bjarnadóttir, í síma 430-4300.