Fram á völlinn

 Ertu með hugmynd sem þig langar að hrinda í framkvæmd???  Fram á völlinn er nýtt verkefni sem kemur í kjölfar verkefnisins "Gríptu boltann" sem FL og RML stóðu að.  Nú hefur Nýsköpunarmiðstöð Íslands, NMÍ, bæst í hópinn og "Fram á völlinn" tekur við!


 Markmið verkefnisins er að hvetja til nýsköpunar í sveitum landsins og efla fjölbreytni atvinnulífsins þar.  Verkefnið er opið öllum íbúum í sveit.  Kynningarfundir í Árbliki, Dölum mánud.14.10. kl.17:00 og að Laugum, Reykjadal þriðjud.15.10. kl.17:00

Framleiðnisjóður landbúnaðarins    -    Hvanneyrargötu 3    -    311 Borgarnes    -    sími: 430-4300    -    netfang: fl@fl.is