Framleiðnisjóður auglýsir eftir umsóknum til rannsókna- og þróunarverkefna fyrir árið 2018

Framleiðnisjóður landbúnaðarins er leiðandi stuðningsaðili við þróunar- og nýsköpunarstarf landbúnaðarins og kallar eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði hagnýtra rannsókna, þróunar og þekkingarsköpunar.


 Forgangs njóta þau verkefni sem fela í sér verulega nýbreytni og sem líkleg eru til að leiða af sér þekkingu,tækni eða aðrar afurðir sem hægt er að hagnýta í náinni framtíð í íslenskum landbúnaði.

Styrkir til atvinnuuppbyggingar á lögbýlum á vegum einstkra bænda (B-flokkur) sem og námsstyrkir verða auglýstir síðar í haust.

Umsóknum skal skilað á sérstöku umsóknareyðublaði sem er að finna á heimasíðu sjóðsins. Umsóknareyðublöð sjóðsins hafa verið uppfærð og ekki verður tekið við umsóknum á eldri eyðublöðum. Mikilvægt er að vanda til gerðar umsókna og gera grein fyrir öllum efnisatriðum sem farið er fram á í umsóknarforminu.

Umsóknarfrestur er til 17. nóvember n.k (Póststimpill gildir)

Styrkir þessir eru auglýstir með fyrirvara um fjárheimildir Alþingis til sjóðsins fyrir árið 2018.

Umsóknum skal skilað til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Hvanneyri, 311 Borgarnes.

Framleiðnisjóður landbúnaðarins    -    Hvanneyrargötu 3    -    311 Borgarnes    -    sími: 430-4300    -    netfang: fl@fl.is