Framleiðnisjóður tekur við nýju verkefni

Framleiðnisjóður landbúnaðarins hefur tekið við vörslu fjármuna vegna verkefna sem stuðla að framþróun í sölu- og markaðsmálum í tengslum við verkefnið Aukið virði sauðfjárafurða. Samkomulag þess efnis var undirritað af fulltrúum ANR, BÍ, FL og MK þann 19. apríl s.l

Um er að ræða 10 m.kr á ári árin 2017-2021. Framleiðnisjóður mun auglýsa eftir styrkumsóknum og Markaðsráð kindakjöts veitir umsagnir um allar þær umsóknir sem sjóðnum berast. Samkvæmt verklagsreglum eru umsóknafrestir tvisvar á ári eða 1. apríl og 1. október. Undir boltanum þróunarfé má lesa verklagsreglur og þar er einnig að finna eyðublöð.