Framleiðnisjóður landbúnaðarins lagður niður

Þann 31. desember 2020 verður Framleiðnisjóður landbúnaðarins lagður niður og vísast til 2. málsgreinar 2. greinar laga nr. 31/2020 um Matvælasjóð þar sem segir: „Lög um Framleiðnisjóð landbúnaðarins, nr. 89/1966, falla úr gildi 31. desember 2020. Skal starfsemi sjóðsins þá vera lokið. Matvælasjóður tekur við öllum eignum hans og skuldbindingum frá þeim tíma.“ Umsýsla Matvælasjóðs er í Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og erindum varðandi opin FL mál skal beina á netfangið postur@anr.is þaðan sem erindunum verður vísað í viðeigandi farveg.

Stjórn og framkvæmdastjóri Framleiðnisjóðs landbúnaðarins þakkar öllum þeim sem erindi hafa átt við sjóðinn gott samstarf með ósk um bjarta framtíð áframhaldandi styrkveitinga landbúnaðinum og byggðaþróun til góða.