FL úthlutar styrkjum í hinsta sinn

Í dag, 17. desember, á afmælisdegi Framleiðnisjóðs landbúnaðarins úthlutar sjóðurinn styrkjum í síðasta skiptið. Úthlutunin að þessu sinni beindist að grasrótarstarfi bænda til eflingar atvinnu í sveitum og umsóknarfrestur var 30. okt. sl. Óvenju mikil eftirspurn var eftir styrkjum og því miður langt frá því að sjóðurinn hefði fjárhagslegt bolmagn til að verða við öllum þeim áhugaverðum umsóknum sem bárust. Umsækjendur fá sent svarbréf í dag. Þakkir og kveðjur til allra umsækjenda.